Nordterm 13

Úr Nordterm

NORDTERM 13: Orðasafn íðorðafræðinnar á Norðurlandamálum

2005

Orðasafnið er að finna í íðorðabanka á veffanginu: http://nordterm.iterm.dk/login.php

  • Notendanafn (Login name): NORDTERM
  • Lykilorð (Password): NORDTERM


Orðasafn íðorðafræðinnar á Norðurlandamálum er orðalisti í íðorðafræði sem nær yfir flest grundvallarhugtök á sviði íðorðafræði og íðorðaverkefna. Sérhverju hugtaki í orðalistanum er lýst í íðorðafærslu þar sem eru eftirfarandi upplýsingar koma fram: æskilegt íðorð, samheiti, skilgreining og athugasemd.

Í íðorðafærslunum eru æskileg íðorð og samheiti á níu Norðurlandamálum: dönsku, finnsku, færeysku, grænlensku, íslensku, norsku (bókmáli og nýnorsku), norðursamísku og sænsku og að auki á ensku og frönsku. Skilgreiningar og athugasemdir er að finna á sex norrænum tungumálum: dönsku, finnsku, íslensku, norsku (bókmáli og nýnorsku) og sænsku. Venslum milli allra hugtakanna, sem skilgreind eru í orðalistanum, er lýst með hjálp hugtakavenslarits.

Verkefnahópur, sem í voru fulltrúar frá öllum samstarfsstofnunum Nordterm, vann orðasafnið og er það endurskoðun á útgáfunni NORDTERM 2, Orðasafn íðorðafræðinnar frá 1989.