Nordterm-Net

Úr Nordterm

Almennt um Nordterm-Net

Nordterm-Net verður best lýst sem miðstöð á Netinu fyrir upplýsingar um íðorðamálefni á Norðurlöndum með tengla í sams konar upplýsingar í öðrum löndum. Þörfinni fyrir miðstöð af þessu tagi hefur á liðnum árum verið fullnægt á ýmsan hátt og þá ekki alltaf verið hugað að samræmi. En með tilkomu Netsins er nú kostur á miðli sem er næglega þjáll til að þar megi koma fyrir hvers kyns upplýsingum um íðorðamálefni.

Mikilvægasti hluti Nordterm-Net var mengi íðorðagagnasafna sem hægt var að nálgast um eina sameiginlega rás, Nordterm-Bank millinetagáttina. Safn af gögnum úr sérhverju þessara gagnasafna mynduðu þá einn íðorðabanka, Nordterm-bankann, með sams konar uppbyggingu, viðmót og hugbúnað. Eigendur lítilla en vandaðra íðorðasafna gátu einnig fengið söfn sín birt í Nordterm-bankanum. Gert var ráð fyrir að yfir 200.000 færslur yrðu í íðorðabankanum. Að auki gat sérhver eigandi norræns gagnasafns, sem uppfyllti gæðakröfur og vildi vera hluti af þessu neti, tengst Nordterm-Bank millinetagáttinni.

Nordterm-bankinn var aðeins opinn í stuttan tíma en vina til að hefja nýja útgáfu af þessum íðorðabanka fer nú fram.

Í Nordterm-bankanum voru íðorðagögn frá efnissviðum. Tæk íðorðasöfn þurftu að vera með íðorð á a.m.k. einu Norðurlandamáli og sér í lagi efnivið frá einu norrænu landanna sem eru með jafnheiti á öðrum málum en Norðurlandamálum. Norðurlandamálin eru danska, færeyska, finnska, grænlenska, íslenska, norska, samíska og sænska. Norrænu ríkin eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.


Aðstandendur verkefnisins

Nordterm-Net var verkefni á vegum Nordterm og umsjón verkefnisins var í höndum TNC, sænsku íorðastofnunarinnar. Aðrir aðiljar voru:

  • Terminologicentralen TSK, Finland (Finnska íðorðastofnunin)
  • RTT, Rådet for teknisk terminologi, Noregi
  • Vasa Universitet, Finnlandi
  • Norræna málráðið

Að auki tóku þátt í Nordterm-Net verkefninu fleiri stofnanir þótt í minna mæli væri til að tryggja að öllum tungumálunum yrði gerð jafngóð skil:

  • Terminologigruppen, Danmörku
  • Íslensk Málstöð
  • Samíska málráðið
  • Stiftelsen Universitetsforskning Bergen (UNIFOB) (Rannsóknarstofnun Háskólans í Björgvin)

Nordterm-Net verkefnið var fjármagnað með kostnaðarhlutdeild MLIS (Multilingual Information Society) áætlunarinnar sem framkvæmdanefnd Evrópusambandins beitti sér fyrir til að koma á fót, ásamt öðru, rafrænu markaðstorgi fyrir gögn um tungumál með það fyrir augum "að bæta stafræn söfn (t.d. textasöfn, orðabækur og íðorðasöfn), fullbúa viðurkennda staðla og bjóða víðtækan rafrænan aðgang að þeim við góð skilyrði".


Notendur

Nordterm-Net átti að nýtast staðlahöfundum, einkaleyfaverkfræðingum, sérfræðingum á viðkomandi sviðum, höfundum tæknirita, þýðendum, íðorðafræðingum, málfarsráðgjöfum, starfsmönnum menntastofnana, lögfræðingum og opinberum starfsmönnum, í stuttu máli öllum sem nota sérhæft mál í einmála eða margmála umhverfi. Fyrir utan norræna notendur mundu allar evrópskar stofnanir þar sem eitthvert þessara tungumála er notað, t.d. Evrópusambandið, njóta góðs af aðstöðunni sem Nordterm-Net bauð.

Slíkt net með orðabankaþjónustu gæti t.d. orðið:

  • mikill akkur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Norðurlöndum sem verða nú að starfa við ný alþjóðleg skilyrði sem oft hafa í för með sér mörg þýðingavandamál
  • tæki til að draga úr kostnaði við þýðingu, skráningu, þjálfun, rannsóknir og menntun í fyrirtækjum, opinberri stjórnsýslu, rannsóknarstofnunum og öðrum stofnunum
  • leið til að koma á framfæri og skrá merkingu algengra íðorða í þjóðtungunum og svæðisbundnu málunum í aðgengilegu formi fyrir almenning, sem fyrsta skref í nauðsynlegri sameiningu og samræmingu.


Hvað var gert?

Þættir verkefnisins voru m.a.

  • mat á þeim hugbúnaði fyrir íðorðabanka sem til er, þar með talin smávægileg aðlögun og endurbætur (WP1+WP3+WP5)
  • greining og söfnun hlutaðeigandi íðorðagagnasafna (WP2)
  • hönnun á vefsíðum og notendaviðmóti, umskráning og merking gagna (WP4+WP6+WP7+WP8)
  • undirbúningur á Nordterm-Forum, miðstöð sem miðla á upplýsingum um hvers kyns íðorðatengda starfsemi á Norðurlöndum (WP9)
  • greining á öryggisvörslu gagna og stjórn á aðgangi (WP10)
  • markaðssetning (WP11).

Þetta var undanfari þess að íðorðaneti var komið á laggirnar sumarið 1999.

Fyrir daga Nordterm-Net verkefnisins tóku fulltrúar frá TNC, RTT og TSK þátt í samræmingarfundi á vegum annars MLIS verkefnis, INESTERM (MLIS-102), sem einnig hefur það markmið að koma upp fjölmála íðorðabanka á Vefnum. Fundurinn var haldinn í París í lok janúar 1998.

Eftir byrjunarfund í Stokkhólmi 9. mars 1998 var farið að undirbúa hvernig meta skuli hugbúnað fyrir íðorðabanka og skrár um hlutaðeigandi íðorðagagnasöfn sem til eru í hverju landi (WP2).

Fyrsta sameiginlega fundinn var ekki hægt að halda fyrr en 15. september 1998. Sjö af níu aðiljum voru viðstaddir og ræddu aðallega um hvað áunnist hefði, sérstaklega hvaða skilyrði um hugbúnaðinn ætti að setja seljendum og um hönnun vefjarins (W4). Sumir aðiljar, sem einnig réðu yfir hugbúnaði, sýndu vöru sína og það var ákveðið að útiloka engan á fyrsta stigi. Tillögur um framtíðarskipulag Nordterm-Net, t.d. sem verslunarfyrirtækis, voru einnig bornar fram og ræddar á þessum fundi og einnig ræddar aðferðir til að prófa hugbúnaðinn sem stæði til boða þegar þar að kæmi.

Mánuði eftir fyrsta sameiginlega fundinn átti verkefnisstjórinn, Kjell Westerberg, fundi í Lúxemborg með yfirmanni verkefnisins, Erwin Valentini, og fylgdi fundinum eftir með sameiginlegum fundi nr. 2 sem var haldinn 21.-22. október 1998 hjá TNC í Stokkhólmi.

Þar sem Nordterm-bankinn var burðarás þessa verkefnis var valið á hugbúnaði hans stöðugt verið ofarlega á baugi. Í kjölfar nákvæmrar undirbúningsvinnu, þar sem búinn var til listi um þau skilyrði sem hugbúnaðurinn skyldi fullnægja, var tekin lokaákvörðun á seinni sameiginlega fundinum eftir að eigendur hugbúnaðarins höfðu sýnt hugbúnað sinn og sýnishorn af honum verið gaumgæfilega metin. Sænska fyrirtækið Optosof var valið til að útvega hugbúnaðinn fyrir Nordterm-bankann á fyrsta stigi. Samt sem áður verður haldið áfram að fylgjast með þróun annars hentugs hugbúnaðar fyrir íðorðabanka.

Annar sameiginlegi fundurinn með MLIS-102 INESTERM var haldinn í París 16. október 1998. Þrír fulltrúar frá TNC og RTT hittu þátttakendur í INESTERM frá AFNOR, ELOT og DIN ásamt fulltrúum frá háskóla Efri-Bretaníu í Rennes. Eftir kynningu á stöðu beggja verkefnanna var fjallað sérstaklega um þrjú samræmingaratriði: umsjón með viðskiptavinum, þar með talið greiðslukerfi á Netinu, markaðssetningu og notkun sameiginlegs íðorðaskráningarkerfis. Á samráðsfundinum í Lúxemborg 28. október lagði verkefnisstjórinn, Nicole West, áherslu á samvinnuna milli Norterm-Net og INESTERM og í ljós kom að það reyndist eina samvinnuverkefnið í MLIS. Fjögurra manna sendinefnd frá háskólanum í Vasa, háskólanum í Björgvin og TNC kynnti Nordterm-Net á fundinum í Lúxemborg. Verkefnisstjórinn kynnti verkefnið á fundinum og síðar tóku allir fulltrúarnir fjórir þátt í kynningunni á fundinum þegar Nordterm-Net var metið.

Þriðji sameiginlegi fundurinn var haldinn í nýju DANTERM-miðstöðinni í Kaupmannahöfn 9.-10. desember. Meginefnið á dagskrá þessa fundar var norræna íðorðaskráningarkerfið (Nordic Terminological Record Format, NTRF). Þetta er mengi sameiginlegra gagnasvæða sem íðorðastofnanir á Norðurlöndum nota. Sérhver stofnun velur, eftir eigin höfði, gagnasvæði úr menginu í sína færslu. Af þeim sökum var upprunalega skilgreiningin á NTRF-kerfinu og svæðamerkingarnar í því ræddar og endurskoðaðar til að velja þau svæði sem best hentuðu Nordterm-Net verkefninu. Listi með þeim svæðamerkingum, sem nota á í verkefninu, var búinn til og unnið hefur verið að nýrri útgáfu af NTRF-kerfinu sem á að nota sem grundvöll við hönnun á notendaviðmótinu.

Ákveðið var að þýða flestar vefsíðurnar á níu tungumál, þ. á m. samísku, færeysku og grænlensku.

Fjórði sameiginlegi fundurinn var haldinn hjá TNC í Stokkhólmi 15.-16. febrúar 1999. Þangað komu fjölmargir fulltrúar frá aðiljum verkefnisins. Yfirmaður verkefnisins frá framkvæmdanefnd ESB, Erwin Valentini, tók einnig þátt í fundinum þar sem einkum var rætt um hugsanlega framkvæmdastofnun og aðsetur hennar, tæknilýsingu NTRF, hvernig könnun íðorðagagna miðaði í löndunum og atriði sem varða stjórnun verkefnisins, t.d. skráningu á tíma og kostnaði sem varið hefur verið til þess.

Söfnun íðorðasafna, sem leggja mætti í Nordterm-bankann, heldur áfram sem og vinna við að leita uppi tengla og efni í Nordterm-Forum.


Að lokum

Vinsamlegast skoðið yfirlitið eða látið Nordterm-Forum í té tengla.

  • Á að veita nánari upplýsingar um verkefnið?
  • Á að koma á framfæri krækju í vef sem tengist íðorðafræði?
  • Er áhugi á að leggja fram íðorðasafn í Nordterm-Net?

Hafa má samband við verkefnisstjóra (TNC) eða aðilja að verkefninu í hlutaðeigandi landi til að fá frekari upplýsingar.