Skipulag
Markmið og umfang starfsemi Nordterm
Meginmarkmið Nordterm er að vera norrænn upplýsingamiðill fyrir íðorðastarfsemi. Til að svo megi verða mun Nordterm:
- stuðla að samvinnu á Norðurlöndum á sviði íðorðafræða með því að skiptast á upplýsingum, reynslu og niðurstöðum, með samstarfsverkefnum og á ráðstefnum og málþingum
- tryggja áhrif og og alþjóðlegt hlutverk Norðurlandaþjóða í þróun íðorðafræða með því að samræma krafta og mynda sameiginlegar viðmiðunarreglur
- vinna að rannsóknum í íðorðafræði, hagnýtu íðorðastarfi, menntun í íðorðafræði og annarri starfsemi sem tengist íðorðafræði.
Mikilvægast í starfsemi Nordterm er Nordterm-þingið sem kemur saman annað hvert ár. Nordterm-þingið er vettvangur sem er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á íðorðastarfi á Norðurlöndum. Í tengslum við Nordterm-þingið er skipulögð norræn íðorðaráðstefna.
Nordterm tekur virkan þátt í stöðlun íðorða og ýmsar af samstarfstofnunum Nordterm eru fulltrúar á ólíkum sviðum í ISO/TC 37.
Hér má lesa reglur Nordterm.
Aðiljar að Nordterm
Kjarninn í Nordterm er miðstöðvar íðorðastarfs á Norðurlöndum:
- Terminologigruppen, Danmörku
- Sanastokeskus / Terminologicentralen, Finnlandi
- Málráðið, Færeyjum
- Oqaasileriffik, Grænlandi
- Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, skrifstofa Íslenskrar málnefndar, Íslandi
- Språkrådet, Noregi
- Sámi Giellagáldu, samar
- Institutet för språk och folkminnen, Språkrådet, Svíþjóð
Auk þess taka fjölmargar aðrar stofnanir og einstaklingar þátt í starfsemi Nordterm.
Stjórnarnefnd
Stjórnarnefnd Nordterm er æðsta stofnun samtakanna sem samhæfir starfsemina og er fulltrúi Nordterm út á við. Stjórnarnefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverjum samstarfsaðilja.
Í stjórnarnefnd Nordterm 2023–2025 sitja:
- Danmörk: Lotte Weilgaard, Terminologigruppen i Danmark
- varamaður: Lina Henriksen, Terminologigruppen i Danmark
- Finnland: Katri Seppälä, Sanastokeskus
- varamaður: Mari Suhonen, Sanastokeskus
- Færeyjar: Kristin Marjun Magnussen, Málráðið
- Grænland: Tuperna Møller, Oqaasileriffik
- Ísland: Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (formaður)
- varamaður: Ari Páll Kristinsson, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
- Noregur: Marianne Aasgaard, Språkrådet
- varamaður: Ann Helen Langaker, Språkrådet
- Samaland: Mika Saijets, Sámi Giellagáldu
- Svíþjóð: Karin Webjörn, Institutet för språk och folkminnen, Språkrådet
Vinnuhópar
Íðorðastarfsemi fer fram í vinnuhópum Nordterm.
Vinnuhópar Nordterm eru:
- AG1 — Íðorðarannsóknir og íðorðamenntun
- Formaður: Nina Pilke
- Ritari: Åsa Holmér, Institutet för språk och folkminnen, Språkrådet
- AG2 — Íðorðafræði - stafvæðing og verkfæri
- Formaður: Marianne Aasgaard
- Ritari: Henrik Nilsson